-Bók eftir-
Þór J Þormar
3. Kafli
Sætur strákur
Lily var fljót frá dyrunum og niður á gangstétt, hún var með tárin í augunum vegna þess að hennar eigin foreldrar trúðu henni ekki og vildu dæla í hana pillur.
“Ég trúi því ekki að mínir eigin foreldrar trúa mér ekki” sagði hún við sjálfan mig.
Hún labbaði í dágóða stund skyndilega heyrði hún djúpa rödd í fjarska, hún gékk á hljóðið og endaði hjá einu húsi, hún gékk enn meira á hljóðið. Hún gékk hjá garðinum þar sá hún fegurstu sjón sem hún hefur nokkru sinni séð.
Inn í garðinum sá hún strák svo sætann að hún hitnaði öll upp bara með að horfa á hann og það besta var að hann var ber að ofan og minnti hann hana á Taylor Lauthner í Twilight 2 og hún roðnaði enn þá meira.
Enn nú var illt í efni því þessi strákur sá hana og var að labba í átt að henni.
“Sæl, ég hef ekki séð þig áður ertu ný hér í hverfinu?” spurði hann og þurkkaði svita úr andlitinu eins og hann hafði verið að vinna erfiðisvinnu.
“Ha..jaaa....ég....já” stamaði hún.
“Og.....hvar býrðu” strákurinn reyndi að veiða orðin upp úr henni.
“Ha..jaaa....ég....bý á.....11 augusta street” náði Lily loks að segja.
“Og þú veist að við erum þá nágranar er það?”
“Ha...já...jú” sagði Lily og var farin að roðna enn meira.
“Hvað heitir þú?”
“Ég heiti Lily, enn þú?” sagði Lily aðeins öruggari.
“Ryan” svaraði hann.
Þau spjalla heillengi um hitt og þetta og Lily var orðinn enn öruggari.
“Enn sagðir þú að þú búir í númer 11?” spurði Ryan eftir dágóða og vandræðilega þögn.
Þau voru sest á bekk sem var í garðinum hjá Ryan.
“Já, er eitthvað athuga vert við það?”
“Nei það er bara það að það hefur staðið svo lengi autt að mér fannt það svo skrítið!”
“Og veistu afhverju segir þú það?” spurði Lily og hallaði höfðinu óvart á öxlina á Ryan enn rétti hausinn aftur.
“Fyrirgefðu!” sagði Lily vandræðalega.
“Ekkert mál, enn það er bara það að þegar ég fyrst flutti í þessa götu var ég vanur að labba upp og niður þessa götu og þegar ég labbaði fram hjá ykkar húsi fannst ég heyra grátur sem kæmi frá húsinu!”
Lily horfði á hann hissa og hrædd á svip.
“Veistu hvaðan það kom, ég er að meina frá herbergjum eða eldhúsinu?” spurði hún svo.
“Nei, kjallaranum heyrðist mér” sagði Ryan.
“Ohh, vá”
“Enn þú minntist á eldhúsið, afhverju?” spurði Ryan.
“Æjj í gærkvöldi þá fannst mér ég sjá einhverja veru í eldhúsinu enn svo kveikti mamma ljósið og þegar ég snéri mér við var hún horfin!”
“Ha...ertu að meina þetta?” spurði Ryan hissa á svip.
“Já”
Ryan heyrði mömmu sína kalla og hvaddi Lily og hljóp af stað.
“Guð hvað hann er fallegur” hugsaði Lily og labbaði af stað heim.
Á leiðinni heim hugsaði hún um það sem Ryan hafði sagt og vildi fá að vita meira þannig að það fyrsta sem hún gerði var að hlaupa upp í herbergi, kasta af sér jakkanum og opna tölvuna.
Hún opnaði vefin og fór að googla um morðið í kjallaranum.
“Árið 1715 var framið hrottalegt morð í kjallara 11 Augusta street í Connecticut seint í júní mánuði, stelpa fannst með stungusár á brjósti í kjallaranum og fyrir ofan hana hékk kona sem talin er hafa verið móðir hennar”
Lily hætti að lesa og virti orðin 11 Augusta street, kjallarinn og stungusár.
Lily hélt áfram “því miður voru engin vitni á staðnum og því ekki staðfest hver morðinginn hafi verið og því var rannsókn á málinu hætt”
Lily lokaði rólega tölvunni og fór niður því mamma hennar hafi kallað á hana í kvöldmat.
“Mamma, vissiru það að það var framið hrottalegt morð hér í kjallaranum?” spurði Lily.
“Nei það vissi ég ekki”
“Það virðist vera að einhver hafi komið og myrt litla stelpu með einhverju oddhvössu og móðir hennar hafi verið hengd”
“Þess vegna var kaupið á þessu húsi svona ódýrt” sagði pabbi hennar og hló.
Mamma hennar hló líka enn Lily fannst þetta ekkert fyndið og strunsaði upp og skellti hurðinni á eftir sér.
“Var það eitthvað sem ég sagði?” spurði pabbi hennar hissa.
“Hún er bara viðkvæm, þú veist, eftir að hún hætti á töflunum þá finnst mér hún hafa hrakað svakalega við þurfum að gera eitthvað!” sagði mamma hennar áhyggjufull.
Lily grúfði sig í koddann sinn hálf grátandi.
Skyndilega heyrði hún hlátur og leit fljótt upp úr koddanum.
“Halló? Er einhver þarna?” kallaði Lily hrædd en engin svaraði.
Skyndilega bankaði mamma hennar á hurðina og labbaði inn.
“Lily mín er allt í lagi?”
“Já allt í þessu fína bara, ég ætla bara vera hér með ímynduðu vinum mínum og fara kannski í bara í mömmó eða eitthvað!” sagði Lily mjög pirruð.
“Lily láttu ekki svona, pabbi þinn var bara að grínast með þetta”
“Já en varstu búin að gleyma að ég tek svona hlutum alvarlega?”
“Nei alls ekki, ég var bara að vona að þetta væri hætt”
“Hvað meinaru hætt” sagði Lily horfandi starandi á mömmu sína.
Mamma hennar horfði á hana og hélt fyrir munninn eins og hún hafi sagt eitthvað rangt.
“Elskan ég vildi ekki segja þér þetta enn þegar þú varst þriggja ára komstu hlaupandi til mín og sagðist alltaf heyra einhverja kvennmannsrödd í herberginu þín, við héltum að þú væri að skálda þetta enn svo næsta kvöld komstu aftur með sömu sögu og þá fékk ég nóg og fór með þig til geðlæknis”
“Þannig að þú dópaðir mig upp aðeins þriggja ára?”
“Nei alls ekki geðlæknirinn sagði að þetta hafi verið í ættinni og ætlaði að bara að bæla þetta niður”
“Bíddu bíddu bíddu í ættinni?”
“Já langa-langa-langa amma þín fékk svona líka”
Lily horfði á mömmu sína hugsandi og opnaði munni eins og hún ætlaði að segja eitthvað en mamma hennar greyp fram í.
“Enn jæja ástin mín ég ætla að leyfa þér að fara sofa, hættu nú að hugsa um þetta, góða nótt elskan mín”
Mamma hennar stóð upp, kyssti hana á ennið og fór fram.
Eftir dágóða stund lá Lily í rúminu andvaka og hugsaði um það sem mamma hennar sagði að þetta væri allt ættgengt, að hún hafi gengið í gegnum þetta helvíti allt út af lang-lang-lang ömmu sinni.
Afhverju, afhverju ég, ég er bara einhver random stelpa! Hugsaði Lily með grátstafina í hálsinum enn hættir því fljótt og sofnar.