top of page

1. Kafli

23.Júní 2015

 

Bílferði var löng og þreytandi, Lily horfði út um bílgluggann hugsandi. Hún snéri sér svo við og klappaði Rex hundinum sem hún hafði fengið í 10 ára afmælisgjöf frá foreldum sínum.

“Lily min er ekki allt í lagi?” spurði mamma hennar sem hafði verið að tala við pabba hennar enn á einhverjum tímapungti snúið sér við og séð Lily hugsandi.

“Ha, jú það er allt í lagi með mig, afhverju spyrðu?” sagði Lily eins og hún hafði vaknað upp frá draum.

“Nei þú ert eitthvað hljóð og hugsandi”

“Já ég var bara að hugsa hvernig það var að búa í New York” sagði Lily pirringslega.

“Æjj Lily ekki láta svona, við vorum að fara missa húsið þetta var eina ódýrasta sem við fundum!”

“Já enn þetta er í fokking Connecticut, afhverju ekki Illinois það er styttra enn Connecticut?!”

“Lily í guðana bænum hættu þessum látum og reyndu þetta, allt í lagi?”

“Allt í lagi þá!” sagði Lily stynjandi.

Restinn af leiðinni var löng enn loks komu þau að húsinu á 11 Augusta street.

Pabbi Lily lagði bílnum fyrir utan bílskúrinn og það ýskraði hátt í bremsunum.

Þetta verður gaman eða hitt og heldur hugsaði Lily og rannsakaði húsið hátt og lágt.

Þau gengu inn og það brakaði hressilega í hurðahjörunum og gólfið marraði þegar þau gengur inn, það fór hrollur um Lily.

“Ok ég er búinn að sjá megnið sem ég þarf að sjá ég ætla að skoða herbergið mitt, hvað segi þið að panta pizzu svona til tilbreitingar frá kínverska matnum í hin 20 skipti?” sagði Lily.

“Já hvernig væri það?” sagði pabbi Lilyar og horfði stríðnislega á mömmu hennar.

Mamma hennar horfði illum augum á pabba hennar og segir svo hlæjandi: “Ég borga það ekki!”

Lily hljóp upp og valdi fyrsta herbergið sem hún sá sem sitt herbergi. Það var hrörlegt og skítugt og köngulóavefir sáust í hverju einasta horni. Enn og aftur fór hrollur um Lily.

Hún var varla búin að koma sér fyrir þegar hún var byrjuð að hreinsa til.

“Lily mín, hjálpaðu pabba þínum að bera úr sendibílnum!” heyrðist í mömmu hennar frá eldhúsinu.

Lily slökkti á tónlistinni og svarar: “Kem eftir smá!”

Lily kom fram og fór niður til að hjálpa pabba sínum með síðustu kassana.

“Þessir kassar fara niður í kjallara geturu farið með þá þangað?” sagði pabbi hennar.

“Já ekkert mál!” Lily gékk að kjallarahurðinni, opnaði þær og gékk niður.

Þegar niður var komið lagði Lily kassana niður og leit rannsakandi í kringum sig og sá fullt af gömlu dóti, hún var þarna í örugglega tíu mínútur eða lengur bara að skoða.

“Lily maturinn er kominn!” heyrðist í mömmu hennar uppi og Lily hljóp upp.

Þegar upp var komið beið hennar rjúkandi heit pizza og ískalt gos og hún var fljót að setjast.

“Mamma það er eitthvað gamalt dót niður í kjallara, veistu hvaða dót það er?”

“Nei, það hlýtur að vera eitthvað frá fyrri eigendum”

“Við erum eigendur númer tvö, bara svo þú vitir það!” skaut pabbi hennar inn í.

Lily horfði út um gluggann hugsandi um hvernig fyrri eigendur hafa verið, skyndilega skaust spegilmynd af stelpu í glugganum, Lily öskraði og snýr sér við enn engin var þar.

“Lily mín er ekki allt í lagi?” sagði mamma hennar áhyggjufull.

“Ég sá....” sagði Lily enn stoppaði í miðri setningu og hugsaði um hvað mamma hennar myndi halda.

“Já elskan mín hvað sástu?”

“Ekki neitt, mér fannst ég sjá könguló í gluggakistunni”

“Já þetta hús er líka orðið svolítið gamalt, drífðu þig nú upp og kláraðu að pakka upp úr töskunum, við þurfum að klára að skrifa boðskort!”

“Boðskort, hvaða boðskort eru það?”

“Boðskort í grillveislu sem við ætlum að halda á laugardaginn, við ætlum að reyna að bjóða allri götunni í smá grillveislu í garðinum og kynnast nágrönunum” sagði mamma hennar brosandi.

“Enn við erum bara nýflutt helduru að einhverjir munu koma?”

“Ja aldrei að vita, jæja drífðu þig nú upp og kláraðu að taka upp dótið þitt”

“Allt í lagi, ég kem svo niður og bíð ykkur góða nótt áður enn ég fer upp í rúm” sagði Lily og hljóp upp.

“Allt í lagi drífðu þig nú”

Lily hleypur upp og setti tónlistina í gang. Tíminn leið og áður enn Lily vissi af var klukkan tíu mínútur í ellefu.

Shit er klukkan orðin svona margt, mamma og pabbi eru pottþétt farin í rúmið! Hugsaði Lily um leið og hún skaust fram á gang.

Lily gékk framhjá herbergi mömmu sinnar og pabba enn þau voru hvergi sjáanleg þar þannig að hún fór niður.

Þegar hún gékk inn í eldhús stóð dökk vera við eldhúsvaskinn.

“Mamma er þetta þú?” spurði Lily en um leið kveiknaði á ljósunum í eldhúsinu og mamma hennar gékk inn.

“Lily mín, varstu að tala við einhvern?” spurði mamma hennar.

“Ég hélt að þú værir inn í eldhúsi” segir Lily og snéri sér aftur að eldhúsvaskinum enn vera var horfin.

“Nei ég var inn í sjónvarpsherbergi að klára spennumynda Taken 2 með pabba þínum enn er á leið upp í rúm núna!” sagði mamma hennar áhyggjufull.

“Æjj ég hlýt að vera orðin þreytt og farin að sjá ofsjónir eða eitthvað, ég er allavega farin að sofa, góða nótt” sagði Lily og kyssti mömmu sína á kinnina.

“Góða nótt elskan mín og mundu eftir pabba þínum í þetta skipti” sagði mamma hennar og hló.

Lily labbaði inn í sjónvarpsherbergi og kyssti pabba sinn á ennið og labbar svo upp og lagðist upp í og sofnaði.

FOLLOW ME

© 2015 by Þór J Þormar. Proudly created with Wix.com

  • Wix Facebook page
bottom of page