-Bók eftir-
Þór J Þormar
23. Júní 1715.
Það var komið kvöld og það ringdi, Rose Philips, sem var aðeins 10 ára, sat við kvöldmatarborðið ásamt móður sinni, það var hljótt á milli þeirra.
Standklukkan í stofunni sló sjö og þruma heyrðist langar leiðir, Rose brá.
Húsið sem þau bjuggu í, á 11 Augusta street, var að niðurrifi komið, það brakaði í gólfinu þegar mamma Rose stóð upp frá borðinu og labbaði inn í eldhús, veggirnir voru skítugir og það kom stöku sinni leki frá rigningunni úti.
“Mamma” heyrðist í Rose. “Hvernær flytjum við héðan? Mér líkar ekkert við þetta hús lengur”
Mamma hennar svaraði ekki heldur horfði starandi út um skítugann gluggann.
“Mamma er ekki allt í lagi?”
Mamma hennar snéri sér við, horfði á Rose , brosandi í annað munnvikið og sagði “Jú auðvitað ástin mín auðvitað er allt í lagi afhverju ætti ekki að vera allt í lagi?”
“Nei það er bara svo stutt síðan pa.....” hún náði ekki lengra vegna þess að hún sá að andlit móður sinnar breytist frá hálfbrosi í reiðilegan svip.
“Fyrirgefðu mamma ég ætlaði ekki að......” sagði Rose með kökkinn í hálsinum en náði ekki að klára því mamma hennar var komin alveg upp að henni og sló hana fast utan undir.
“Þú skalt ekki dirfast að minnast á pabba þinn, hann var aumingi og vildi ekkert við okkur hafa!”
Rose var farin að gráta og hélt utan um kinnina sem móðir hennar sló, hún var heit.
Móðir hennar horfði á hana og reiðin breytist í eftirsjá “Æjj fyrirgefðu ástin mín ég ætlaði ekki að gera þetta”
Rose horfir á hana með tárin í augunum og með ekka.
“Svona farðu nú upp og leiktu þér áður enn þú ferð í háttinn” segir mamma hennar og kyssir hana á kinnina og á ennið, Rose fer upp í herbergi og lokar að sér.
Rose vaknaði upp úr martröð, svitin lak af enninu hennar og hún heyrði í standklukkunni, hún sló þrjú og hún gékk fram.
Hún sá að ljósið í eldhúsinu er kveikt og gengur þangað. Hún sá mömmu sína stara útum gluggann með eitthvað annað enn vatn eða safa í glasi.
“Mamma er allt í lagi með þig?” spurði Rose og mamma hennar snéri sér við enn sagði ekki neitt.
“Mamma er þetta útaf pa....”
“Ég var búin að segja að ekki nefna pabba þinn aftur”
Mamma hennar snéri sér við og tók upp hníf og askvaðar að henni eins og eitthvað hafði tekið sér bólfestu í henni, Rose ákvað að flýja og mamma hennar á eftir henni.
Rose sá að kjallaradyrnar stóðu opnar og ákvað að hlaupa þangað inn og fela sig hjá dóti pabba síns enn áður enn hún fann góðan felustað var mamma hennar mætt enn án hnífsins, hún hafði hrasað niður tröppurnar og misst hann.
“Mamma, mamma fyrirgefðu ég ætlaði ekki að tala um hann......mamma, mamma afhverju lætur þu svona þú gerir mig svo hrædda!” sagði Rose með hræðslurödd og tárin í augunum.
Mamma Rose starði á hana morðaugum og fór að leita af hnífnum.
“Ég skal sko kenna þér að minnast ekki á pabba þinn krakkaskratti!!!” öskraði mamma hennar. Hún fann hnífin enn Rose var horfin.
“Rose....Rosey?” kallaði mamma hennar með hnífinn á lofti. “ég ætla ekki að meiða þig.
“Er það ertu alveg.......” Rose hætti að tala og fann skerandi sársauga við brjóstið á sér, mamma hennar hafði fundið hana og stungið hana. Líkami Rose datt í gólfið algjörlega líflaus.
Það sem hafði tekið sér bílfestu í henni hvarf á augabragði og hún sá hvað hún hafði gert.
“Guð minn góður, hvað hef ég gert?!?!”
Hún ráfði um kjallarann í sorg og grét. Hún fann reypi, batt það við bita og hengdi sig.