top of page

2. Kafli

Martröðin

 

 

 

 

Ég var búin að segja að ekki nefna pabba þinn” heyrðist í rödd sem kom úr kjallaranum, Lily horfði andspænis kjallarahurðinni og hlustaði.

Ég skal sko kenna þér að minnast ekki á pabba þinn krakkaskratti!!!”, nú var Lily orðin hrædd en eitthvað varð til þess, hugsanlega forvitni, að hún opnaði hurðina og labbaði niður, þegar þangað var komið blasti við ófögur sjón, þarna var kona með hníf í höndunum og lítil stelpa ekki meira en tíu ára, konan ætlaði sér að drepa stelpuna.

“Hey, hvað ertu að gera?” sagði Lily með hræðsluhreim.

Konan staðnæmdist í miðjum hreyfingum og sneri sér við í átt að Lily, andlit hennar var fölt og augun voru eins og hún hafi ekki sofið í meira en ár, ljósin í kjallaranum byrjuðu að hökkta og svo slökknuðu þau alveg.

Tíu sekúndum seinna kveiknuðu þau aftur, stelpan sem hafði verið í felum lá líflaus á gólfinum með stungusár á brjóstinu og konan sem hafði staðið fimm sentímetrum frá henni hékk í lausu lofti, Lily öskraði.

Lily vaknaði öskrandi í svitabaði, mamma hennar kom askvaðandi inn.

“Lily mín er ekki allt í lagi!?!?”

Lily leit á klukkuna og hún var korter í tólf. “Bara martröð!” sagði Lily og horfði hugsandi á mömmu sína og sagði svo frekar andstutt: “Mamma, veistu eitthvað um fyrri eigendur?”

“Nei ég veit ekki neitt um þau, komdu förum niður og fáum okkur morgunmat kannski pabbi þinn viti eitthvað hann jú skrifaði undir kaupsamninginn”

Lily og mamma hennar fóru niður og fengu sér morgunmat, pabbi Lilyar kom síðan inn með hárið úfið og alskeggugur.

“Ég heyrði öskur rétt eftir að ég opnaði augun, er allt í lagi Lily mín?” sagði hann rámur.

“Mig dreymdi bara martröð ekki stórmál”

Lily helti morgunkorni í skál og byrjaði að borða.

“Pabbi, veist þú eitthvað um fyrri eigendur hússins mamma veit ekki neitt?” sagði Lily með fullan munninn af morgunkorni.

“bara það að það var kona sem bjó hérna og dóttir hennar og þau fluttu út...... fyrir 300 árum, þetta hús hefur staðið tómt síðan!”

“Ég held að þau hafa ekkert flutt út!” sagði Lily.

“Afhverju helduru það ástin mín?” sagði mamma hennar.

“Vegna þess að mér dreymdi að konan hafi myrt dóttur hennar í bræðingskasti!”

“Lily mín, þetta var bara draumur” sagði mamma hennar.

“Nei ég held að þetta hafi verið meira svona fyrirboði eða í þessu tilefni skilaboð frá stelpunni!”

“Lily þetta er nú mesta bull sem ég hef nokkuð tímann heyrt!” sagði pabbi hennar hissa.

“Bull...þetta er ekkert bull afhverju dreymdi mig þetta þá?”

“Það var kannski rangt að láta þig hætta á þessum töflum!” segir mamma hennar í hljóðum enn áhyggjufull.

“Vó mamma hvað sagðiru, ég fer ekki aftur á þessar helvítis töflur!”

Lily kláraði morgunmatinn og fór upp og klæddi sig enn var alltaf með hugann við drauminn, þegar hún var búinn að klæða sig strunsaði hún út og skellti fast á eftir sér.

FOLLOW ME

© 2015 by Þór J Þormar. Proudly created with Wix.com

  • Wix Facebook page
bottom of page